Elín Halldórsdóttir 29.09.1969-

Elín er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún lauk prófi í píanóleik og einsöng frá London College of Music árið 1998. Kennarar hennar í píanóleik voru meðal annarra Hanna Guðjónsdóttir, Svana Víkingsdóttir, Rögnvaldur Sigurjónsson og Susan Thomas. Síðan hefur hún komið víða fram sem píanóleikari og söngkona og sérhæfir sig í undirleik með söngvurum. Hún bjó í Regensburg í Þýskalandi árin 2002-2004, þar sem hún stýrði tveimur kórum við Evangelísku kirkjuna Gospelkórnum Spirit of Joy og Djasskórnum Femmes Fatales, sem hún stofnaði með bestu einkanemendum sínum.  Fyrir störf sín með kórunum og einkakennslu öðlaðist hún viðurkenningu í borginni og umhverfi hennar. Elín starfar nú við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem píanókennari. Hún stofnaði í nóvember síðastliðnum Gospelkór Suðurnesja en stýrir einnig Kór Fjölbrautaskóla Suðurnesja.


Kórstjóri, píanóleikari og söngvari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.11.2013