Hallvarður Ásgeirsson 25.08.1976 -

Hallvarður nam jazz- og rokkgítarleik við Tónlistarskóla FÍH og lauk þaðan 6. stigi árið 2000. Hann nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með BA í tónsmíðum árið 2006 og nám í kennslufræði árið 2007 við sama skóla. Kennarar hans þar voru Hilmar Þórðarson, Ríkharður Friðriksson og Úlfar Haraldsson meðal annara. Síðan hefur hann stundað nám við Brooklyn College hjá Douglas Cohen, Tania León og Jason Eckhart, hvaðan hann lauk M.mus námi árið 2009. Hallvarður hefur nokkra reynslu af kennslu, kenndi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og kennir nú tónfræði og tónmennt við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Tóney.

Hallvarður var resident hjá Lemurbots í Brooklyn þar sem hann samdi fyrir vélræn hljóðfæri. Hann tók þátt í International Electro Acoustic Festival við Brooklyn College fjórum sinnum þar sem mörg verka hans voru flutt. Verk hans Cityscape var gefið út af hátíðinni í kjölfarið.

Hallvarður hefur komið víða við í tónlist sinni. Hann hefur komið fram með fjölmörgum hljómsveitum og leikið með þeim inn á hljómdiska. Þá hefur hann m.a. farið í tónleikaferð um Evrópu og Ameríku með Stórsveit Nix Noltes. Hann gaf út plötuna Lífsblómið hjá Paradigms Records árið 2006 með eigin verkum.

Vorið 2010 varð Hallvarður Ásgeirsson hlutskarpastur ásamt tveimur öðrum í Leit að nýjum tónskáldum, samvinnuverkefni tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið, Rásar 1 og Kraums tónlistarsjóðs. Nýtt verk fyrir blásarakvintett verður því flutt eftir hann á hátíðinni í júní 2010.

Við Djúpið 2013.


Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarleikari og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 2.11.2013