Gunnar Þórðarson 04.01.1945-

<p>Gunnar vakti fyrst á sér athygli með Hljómum sem komu fram seinni hluta árs 1963. Reyndar hafði Gunnar þá þegar verið trommari með ónafngreindri hljómsveit Erlings Björnssonar og leikið á bassa með unglingabandinu Skuggum. En Gunnar endaði svo með gítarinn sem hljómsveitarhljóðfæri með Hljómum. Segja má að allt frá því að Hljómar komu fyrst fram hafi sveitin verið leiðandi í íslenskri popptónlist og héldu þeir því forystuhlutverki næstu árin.</p> <p>Árið 1965 kom út fyrsta smáskífa Hljóma en hún geymir einmitt fyrstu lögin eftir Gunnar sem þrykkt voru í plast. Reyndar voru bæði lögin með enskum texta þegar sveitin lagði þau fyrir útgefanda sinn Svavar Gests hjá SG hljómplötum, sem leist vel á en taldi það hins vegar af og frá að hafa enska texta á íslenskri plötu og fékk því Ólaf Gauk til að gera íslenska texta við lög Gunnars. Þetta voru lögin Fyrsti kossinn og Bláu augun þín, sem síðan hafa setið á bekk klassískra dægurlaga hér á landi og eru enn meðal þekktustu laga Hljóma. ... [Sjá nánar á <a href="http://www.tonlist.is/Music/Artist/2871/gunnar_thordarson/">Tónlist.is.</a>]</p> <p align="right">Bárður Örn Bárðarson</p> <p>Skuggar, fyrsta bandið, Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar...</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Guitar Islancio Gítarleikari 1998
Gullkistan Söngvari og Gítarleikari 2011
Hljómar Gítarleikari og Lagahöfundur 1963-10-05 1969
Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar Hljómsveitarstjóri og Gítarleikari 1983-06
Ríó tríó Gítarleikari
Trúbrot Söngvari , Gítarleikari , Flautuleikari og Lagahöfundur 1969-05 1973

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarleikari og tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.02.2018