Pétur Ben (Pétur Þór Benediktsson) 11.11.1976-

Pétur Ben vakti fyrst athygli fyrir samstarf sitt við Mugison en hann m.a. samdi og útsetti lög á plötu hans Mugimama Is This Monkeymusic? (2004). Pétur hefur komið víða við á sínum ferli en hann samdi m.a. tónlistina í kvikmyndum Ragnars Bragasonar, Börn og Foreldrar og hefur einnig samið og útsett tónlist fyrir leikhús, m.a. annars í samstarfi við Nick Cave. Fyrsta platan hans, Wine For My Weakness kom út árið 2006 og þykir sérlega vel heppnuð frumraun enda tók hann dágóðan tíma í að vinna hana. Öll vinnsla fór fram í Sundlaug Sigur Rósar ásamt Bigga Sundlaugarverði. Með Pétri á plötunni eru góðir menn honum til aðstoðar. Sigtryggur Baldursson leikur á trommur og Óttar, sem lengi vel lék með Pétri í hljómsveitinni Tristian, sér um bassaleikinn. Þá kemur konan hans Péturs einnig við sögu í nokkrum lögum.

Tónlist.is (1. júní 2014).


Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarleikari, lagahöfundur og söngvari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 1.06.2014