Sigurður Torfason 1629-24.07.1670

Prestur fæddur um 1629. Stúdent frá Skálholtsskóla 1651, fór utan sama ár og nam við Hafnarháskóla. Kom til landsins 1653 og vígðist 14. október 1655 aðstoðarprestur í Görðum á Álftanesi. Lenti þar í deilum og varð því kirkjuprestur í Skálholti 1657 en missti þar prestskap 1661 vegna barneignar með þjónustustúlku þar á bæ. Fékk uppreisn seinna um árið og varð aðstoðarprestur í Görðum, öðru sinni. Fékk Mela 1663 og hélt til æviloka.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 272.

Staðir

Garðakirkja Aukaprestur 14.10.1655-1657
Skálholtsdómkirkja Prestur 1657-1661
Garðakirkja Aukaprestur 1662-1663
Melakirkja Prestur 1663-1670

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 27.05.2014