Hallveig Rúnarsdóttir 08.07.1974-

Hallveig hóf söngnám hjá Sigurði Demetz, en lauk Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Rutar L. Magnússon árið 1998. Þá hóf hún nám hjá Theresu Goble við Guildhall School of Music and Drama í London og útskrifaðist þaðan með láði sumarið 2001.

Hallveig söng hlutverk Fiordiligi í óperunni Così fan tutte eftir Mozart hjá Óperustúdíói Austurlands og Jane í Happy End eftir Kurt Weill hjá Sumaróperu Reykjavíkur. Hjá Íslensku óperunni hefur hún sungið hlutverk Echo í Ariadne auf Naxos eftir Strauss og Giannettu í Ástardrykknum eftir Donizetti. Hún hefur flutt einsöngskantötur eftir Mozart og Bach, komið fram sem einsöngvari með hljómsveitum, meðal annars oft með Sinfóníuhljómsveit Íslands, og sungið með kammerhópnum Caput.

Hallveig hefur frumflutt mörg ný íslensk verk, t.d. á Listahátíð í Reykjavík og á Sumartónleikum í Skálholti, og söngur hennar hefur verið tekinn upp fyrir útvarp. Undanfarin ár hefur hún einnig lagt áherslu á ljóðasöng og haldið tónleika með þýskum, frönskum og norrænum sönglögum.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 10. júlí 2012.

Staðir

Söngskóli Sigurðar Demetz Tónlistarnemandi -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1998
Guildhall School of Music and Drama Háskólanemi -2001

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, söngkona og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.03.2016