Pétur Jónsson 28.09.1817-

<p>Pétur bóndi Jónsson á Gufuskálum var forsöngvari í Útskálakirkju langa hríð.</p> <p>„Hann var all-góður söngmaður og sá eini í Útskálaprestakalli, sem lagði sig eftir að læra söng eftir nótum, mun hafa haft leiðarvísi Ara Sæmundsens til að leika á langspil, svo ef til vill fengið leiðbeiningar hjá séra Stefáni Thorarensen á Kálfatjörn, því að hann var eins og kunnugt er söngfróður og mun hafa glætt áhuga á söng í sóknum sínum.“</p> <p align="right">Þjóðhættir og ævisögur frá 19. öld. Finnur Jónsson. Minnisblöð Finns á Kjörseyri, bls. 160 (Akureyri, 1945)</p>

Staðir

Útskálakirkja Forsöngvari -

Kristín Anna Hermannsdóttir uppfærði 28.09.2018