Magnús Jónsson -1684

Prestur og lögsagnari. Lærði í Hólaskóla,  skráður í Hafnarháskóla og lauk guðfræðiprófi þar 1655. Fékk Kvennabrekku 1657 eftir lat föður síns, en missti prestskap vegna hórdómsbrots 1666. Varð lögsagnari sýslumanns 1681 og var einn fjögurra sem kjörnir voru á Alþingi til þess að fara á konungsfund til lagfæringar kaupsetningunni. Kom heim aftur fárveikur og andaðist að Sauðafelli. Hann var skarpgáfaður og talinn einhver lögvitrasti maður á sinni tíð en nokkuð kvenhollur sem þeir frændur og drykkfelldur. Skáldmæltur.

Staðir

Kvennabrekkukirkja Prestur 1657-1666

Lögsagnari og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 7.04.2015