Jón Sæmundsson 1682-14.02.1733

Prestur. Stúdent 6. apríl 1705, vígðist 16. október 1707 millibilsprestur í eitt ár að Grenjaðarstað, fékk Munkaþverárklaustursprestakall 22.júlí 1708 og Mývatnsþing 20. apríl 1716 og hélt til æviloka. Bjó í Reykjahlíð en varð að flýja jörðina 1729 vegna jarðelda sem hljóp á bæinn og tók af bæ og tún en stöðvaðist við kirkjugarðsvegginn svo kirkjuna sakaði ekki. Hann skrifaði ritgerð um Mývatnselda 1724-5 og jók við hana síðar. Þótti merkisprestur, góður búhöldur, örlátur og vel metinn.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 286.

Staðir

Grenjaðarstaðakirkja Aukaprestur 16.10.1707-1708
Munkaþverárkirkja Prestur 22.07.1708-1716
Skútustaðakirkja 20.04.1716-1733

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.08.2017