Sigrún Jónsdóttir (Sigrún Erna Jónsdóttir) 20.04.1930-

<p>Í viðtali við Sigrínu Jónsdóttur í Vikunni árið&nbsp;1979, sem vísað er til hér á síðunni, lýsir Sigrún söngferli sínum í stórum dráttum:</p> <blockquote>Söngferill minn hófst í gagnfræðaskóla eða nánar tiltekið Ingimarsskóla [við Lindargötu þar sem nú er Tónmenntaskóli Reykjavíkur]. Við vorum þarna fimm vinkonur sem höfðum ákaflega gaman af söng og auk þess spilaði ég á gítar. Við fórum að koma fram á skólaskemmtunum og kölluðum okkur Öskubuskur. Meðlimir auk mín voru: Margrét Hjartardóttir, Sólveig Jóhannsdóttir, Svava Vilberg og Inga Einarsdóttir. Ég var þá 14 ára gömul. Því miður er aðeins til ein upptaka með okkur gömlu Öskub uskunum, hún var gerð á okkar eigin vegum og er mjög léleg. Upptökutæknin var þá ekki upp á marga fiska.<br /> <br /> Hópurinn tvístraðist, við Margrét urðum einar eftir sem Öskubuskur og við sungum inn á plötur.<br /> <br /> Við sungum í barnatíma útvarpsins og þar heyrði Ólafur Gaukur til okkar. Hann hringdi svo til mín og spurði hvort ég vildi syngja með hljómsveit sinni. Þá var ég ekki nema 15 ára og fjölskylda mín var lítt hrifin af hugmyndinni, þeim fannst ég alltof ung. En þarna voru óneitanlega góðar aukatekjur í boði, mig minnir að ég hafi fengið 200 krónur á kvöldi fyrir að syngja svona 4 lög. Og mig langaði líka mikið til að spreyta mig á þessu.<br /> <br /> Ég steig fyrstu sporin mín á sviðinu í gömlu Mjólkurstöðinni. Síðan söng ég með ýmsum hljómsveitum því þá tíðkaðist ekki að söngkona væri fastráðin. Það var auðvitað miklu fyrirhafnarmeira að þurfa að æfa svona með nýrri hljómsveit fyrir kvöld og kvöld. Ég söng mest með KK, Birni R. Einarssyni og Aage Lorange. Aðalskemmtistaðirnir voru þá auk gömlu Mjólkurstöðvarinnar, Breiðfirðingab Sjálfstæðishusið og svo Þórscafé...</blockquote> <p>Sigrún hefur búið í Noregi frá því laust eftir 1960. Af þektum lögum sem Sigrún söng má nefna <i>Fjórir kátir þrestir</i>, <i>Marína</i> og <i>Luktar-Gvendur</i>...</p> <p>Tónlistarsafn Íslands í Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni varðveitir margvísleg gögn tengd Sigrúnuog ferli hennar. Nefna má tónleikaskrár, blaðaúrklippur og ljósmyndir.</p> <p align="right">Jón Hrólfur - 15. febrúar 2019</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Söngkona 1955 1955
KK-sextett Söngkona 1955-06/08
Öskubuskur Söngkona og Gítarleikari

Viðtöl

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.02.2019