Jón Halldórsson 03.07.1807-30.06.1866

Prestur. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1834 með besta vitnisburði. Vígðist 21. júlí 1839 aðstoðarprestur að Glaumbæ og gegndi því til vors 1841. Fékk FLugumýrarþing 1844 en var aðstoðarprestur frá hausti 1841, fékk Saurbæjarþing 24. nóvember 1846 og hélt til æviloka. Hann var hraustmenni, sæmilegur í prestverkum, söngmaður góður, búsýslumaður góður og læknir.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 1-145-46.

Staðir

Glaumbæjarkirkja Prestur 21.07.1839-1841
Flugumýrarkirkja Aukaprestur 1841-1844
Flugumýrarkirkja Prestur 1844-1846
Staðarhólskirkja Prestur 24.11.1846-1866

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 27.04.2015