Agnes Löve 08.02.1942-

<p><strong>Námsferill:</strong> Agnes nam við Tónlistarskóla Reykjavíkur þar sem aðalkennari hennar Rögnvaldur Sigurjónsson. Hún stundaði síðan nám við Staatliche Hochschule für Musik í Leipzig og lauk þaðan einleikara- og kennaraprófi. Agnes var gestur við óperudeild Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn á haustdögum 1981. Hún hefur sótt margvísleg námskeið hjá virtum tónlistarmönnum, stundaði fiðlunám um árabil, söngnám í einn vetur og leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands 1992.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Agnes var kennari við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar 1967-1978; lausráðinn hljóðfæraleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands 1971-1981; lausráðinn píanóleikari við Þjóðleikhúsið 1971-1981 og kennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar 1978-1981. Agnes gegndi starfi tónlistarstjóra Þjóðleikhússins 1982-1992; var stundakennari við Tónlistarskóla Rangæinga 1988-1992 og skólastjóri sama skóla 1992-1999. Agnes var ráðin skólastjóri Tónlistarskóla Garðabæjar frá 1. jan. 2000 og gegnir því starfi nú. Hún hefur haldið fjölda tónleika utanlands og innan, með innlendum og erlendum listamönnum, sem og í útvarpi og sjónvarpi; hefur starfað með fjölmörgum kórum s.s. söngsveitinni Fíharmoníu og Pólýfónkórnum og var stjórnandi Þjóðleikhússkórsins. Agnes hefur verið einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveitarstjóri í uppfærslum á söngleikjum hjá Þjóðleikhúsinu s.s. Chicago, Oliver og Sound of Music.</p> <p align="right">Vefur Íslensku óperunnar 8. febrúar 2014.</p>

Staðir

Tónlistarskóli Garðabæjar Skólastjóri 2000-2012
Tónlistarskóli Rangæinga Skólastjóri 1992-1999

Viðtöl

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Píanókennari , píanóleikari og skólastjóri
Ekki skráð

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 8.02.2017