Kristinn Sigmundsson 01.03.1951-

Kristinn er menntaður líffræðingur frá Háskóla Íslands, en að því námi loknu sneri hann sér að söngnámi við Söngskólann í Reykjavík. Kennari hans þar var Guðmundur Jónsson. Síðan lá leiðin til Vínarborgar þar sem hann nam söng hjá Helene Karusso og seinna einnig hjá John Bullock í Washington. Kristinn hefur sungið fjölmörg óperuhlutverk í Íslensku Óperunni og Þjóðleikhúsinu, haldið einsöngstónleika og komið fram í útvarpi og sjónvarpi.

Frá árinu 1989 hefur starfsvettvangur Kristins verið erlendis, fyrst sem fastráðinn við óperuna í Wiesbaden í Þýskalandi, en í seinni tíð hefur hann komið fram í flestum virtustu tónlistar- og óperuhúsum heims; Vínaróperunni, Metropolitan óperunni í New York, La Scala í Mílanó, The Royal Albert Hall, og Covent Garden á Englandi, auk óperuhúsanna í Amsterdam, Barcelona, Berlín, Dresden, Düsseldorf, Genf, Köln, Flórens, París, San Francisco og Detroit. Kristinn hefur tekið þátt í erlendum hljóðritunum á vegum Decca, Philips og Harmonia Mundi með ýmsum þekktum hljómsveitum og stjórnendum. Kristinn Sigmundsson hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1994.

Staðir

Háskóli Íslands Háskólanemi -
Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

4 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
18.04.1984 HérVHún Fræðafélag 049 Vorvaka á Hvammstanga. Einsöngur Kristins Sigmundssonar við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Lögin Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson 42081
18.04.1984 HérVHún Fræðafélag 049 Vorvaka á Hvmmstanga. Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson kynna og flytja lög eftir Schubert Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson 42082
18.04.1984 HérVHún Fræðafélag 049 Vorvaka á Hvammstanga.Kristinn Sigmundsson syngur einsöng, undirleikari er Jónas Ingimundarson. Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson 42083
19.04.1984 HérVHún Fræðafélag 049 Vorvaka á Hvammstana. Smá bútur þar sem Kristinn Sigmundsson talar. Kristinn Sigmundsson 42086

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.03.2016