Böðvar Þorvaldsson 16.06.1787-12.12.1862

<p>Prestur. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1806 með ágætum vitnisburði. Varð skrifari hjá Stefáni amtmanni Stephensen þar til hann fékk aðstoðarprestsstöðu að Holti í Önundarfirði 21. apríl 1811. Hann fékk Gufudal 19. janúar 1822 og Stað í Steingrímsfirði 14. maí 1827, Stafholt 24. apríl 1837, Staðarbakka 27. apríl 1843 og Melstað 9. október sama ár. Hann varð prófastur í Vestur-Ísafjarðarsýslu 1821-22, Barðastrandasýslu 1822 og líklega til 1827, prófastur í Strandasýslu 8. mars 1828, trúlega til 1837. Hann var sköruglegur maður, búsýslumaður góður, mikill vexti og rammur að afli og starfsamur, kennimaður góður og raddmaður í meðallagi. Hagmæltur og liggur eftir hann allmargt sálma og ljóða. Fékkst við þýðingar á guðrækilegum ritum.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 296.</p>

Staðir

Holtskirkja Aukaprestur 21.04.1811-1822
Gufudalskirkja Prestur 19.01.1822-1827
Staðarkirkja í Staðardal, Steingrímsfirði Prestur 14.05.1827-1837
Stafholtskirkja Prestur 24.04.1837-1843
Melstaðarkirkja Prestur 09.10.1843-1859
Staðarbakkakirkja Prestur 27.04.1843-09.10.1843

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.03.2016