Brynhildur Oddsdóttir 13.04.1980-

<p>Tónlistarkonan Brynhildur Oddsdóttir lauk á sínum tíma 5. stigi í fiðlunámi en lagði síðan fiðluna frá sér þegar hún lét gamlan draum rætast og tók upp rafmagnsgítarinn. Nú spilar hún blúsaðan djass af lífi og sál og er að leggja lokahönd á plötu með hljómsveit sinni Beebee and the bluebirds. Í næsta mánuði ætlar hún að frumsýna nýtt tónlistarmyndband en þar sameinar hún tvö áhugamál, tónlistina og hesta en hún er lærð tamningakona.</p> <p>Brynhildur Oddsdóttir er sprenglærð í tónlistinni. Hún lærði á fiðlu í Nýja tónlistarskólanum og lauk 5. stigi í því námi, auk þess sem hún lærði síðar söng við sama skóla. Hún lauk BA námi í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands árið 2011 og stundar nú nám í Tónlistarskóla FÍH í djasssöng og á rafgítar...</p> <p align="right">Fréttatíminn 23. janúar 2014</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarleikari , lagahöfundur og söngkona
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.05.2016