Árni Jónsson 09.07.1849-27.02.1916

Prestur. Fór til Vesturheims 1874 og stundaði þar ýmsa vinnu og lauk þar kennaraprófi í Lindsey 1877. Kom heim sama ár og varð stúdent frá Reykjavíkurskóla 1882. Lauk guðfræði frá prestaskólanum 1884. Fékk Borg á Mýrum 8. mars 1884, Mývatnsþing 20. mars 1888. Prófastur í Suður-Þingeyjarsýslu 1889 og var það til 1913 en það ár fékk hann Hólma 26. febrúar og hélt til æviloka 1916. Var þingmaður Mýramanna 1886-91 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í héraði. Hagmæltur og ritfær.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 57-58.

Staðir

Borgarkirkja Prestur 08.03.1884-1888
Skútustaðakirkja Prestur 20.03.1888-1913
Hólmakirkja Prestur 26.02.1913-1916

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 29.09.2017