Jón Bessason 1597 um-1675

Prestur.Stúdent líklega 1617 frá Hólum. Var heyrari á Hólum frá 1617-18, fór utan 1618 og skráður í stúdentatölu í Hafnarháskóla um veturinn. Kom til landsins 1619 og varð heyrari á Hólum líklega til 1625, vígðist aðstoðar- eða kirkjuprestur að Hóladómkirkju 7. mars 1624, fékk Möðruvelli 1625 og fékk konungsveitingu fyrir Sauðanesi líklega 1628 og hélt til æviloka. Hann var maður vel að sér og stundaði embætti sitt vel, talinn skáldmæltur. Ýmislegt skriflegt liggur eftir hann.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 65.

Staðir

Hóladómkirkja Aukaprestur 07.03.1624-1675
Möðruvallakirkja í Hörgárdal Prestur 1625-1628
Sauðaneskirkja Prestur 1628-1675

Aukaprestur, prestur og heyrari
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 12.04.2017