Jóhann Gunnarsson 16.03.1977-

Jóhann nam bassaleik við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, raftónlist í Tónveri Tónlistarskóla Kópavogs og lauk framhaldsprófi í bassaleik frá jazz braut Tónlistarskóla FÍH. Hann hefur í framhaldinu lært tónsmíðar hjá Hilmari Jenssyni og tekið námskeið erlendis í hljóðfæraleik og tónsmíðum.

Jóhann hefur tekið þátt í verkefnum á Listahátið í Reykjavík og Jazzhátíð Reykjavíkur og leikið með sveitum á borð við Bang Gang, Ampop og Stolíu – plata sveitarinnar, Flýtur vant, var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Árið 2015 kom Jóhann út plötuna Genematrix Perimeter Stroke og vinnur nú að tveimur hljómplötum.

Jóhann hefur einnig lagt stund á hljóðfærasmíði.

Staðir

Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Tónlistarnemandi 2010-2013
Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Tónlistarnemandi 1999-2003
Tónver Tónlistarskóla Kópavogs Tónlistarnemandi 2000-2001
Iðnskólinn í Reykjavík Nemandi 1996-1998
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Tónlistarnemandi 1993-1996

Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari, hljóðfærasmiður, nemandi, tónlistarkennari, tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.04.2016