Már Magnússon 27.12.1943-

<p>Már ólst upp hjá móðurömmu sinni, Kristínu Guðmundsdóttur sem var um árabil húsvörður í Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti. Már var í Langholtsskóla og Miðbæjarskólanum, lauk landsprófi í Vonarstræti og stúdentsprófi frá MR 1963.</p> <p>Jafnhliða menntaskólanámi stundaði Már nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og naut einkakennslu í söng hjá Sigurði Demetz og Maríu Markan. Þá var Einar Kristjánsson kennari hans síðasta árið í Tónlistarskólanum, áður en Már hélt til Vínar þar sem hann dvaldi við nám og störf í 13 ár. Hann stundaði nám í málfræði og þjóðháttarfræði við Háskólann í Vín og stundaði söngnám við Tónlistarháskólann þar.</p> <p>Frumraun Más í óperusöng var aðalhlutverkið í óperettunni Die schöne Galathee í Vínar Kammeróper í Vín, sumarið 1976. Hann söng síðan ýmis óperuhlutverk í Vínarborg til 1977 er hann var ráðinn söngkennari til Söngskólans í Reykjavík.</p> <p>Már var m.a. dagskrárgerðamaður við RÚV á árunum 1989-91. Hann var söngkennari við Tónlistarskólann á Akureyri 1992-98 og deildarstjóri þar síðustu fjögur árin. Þá var hann búsettur á Suður-Jótlandi á árunum 1998-2002 þar sem hann fékkst við kennslu í tungumálum og söng. Hann var síðan aftur kennari við Söngskólann í Reykjavík frá 2002-2013 er hann lét af störfum.</p> <p>Már fór að sinna leiðsögumennsku um miðjan sjöunda áratuginn og naut þá fyrst handleiðslu hjá Vigdísi Finnbogadóttur, síðar forseta. Hann var síðan leiðsögumaður á sumrin, einkum hér á landi, hjá ýmsum ferðaskrifstofum, allt til ársins 2013.</p> <p>Már hefur haldið tónleika hér á landi, hefur tekið þátt í óperuflutningi, m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, komið fram í útvarpi og sjónvarpi, söng með Leikfélagi Akureyrar og lék í kvikmyndunum Allt gott, og Opinberun Hannesar.</p> <p>Már var um skeið formaður óperudeildar Félags íslenskra leikara og átti sæti í Leikhúsráði. Þá er hann félagi í frímúrarareglunni.</p> <p>Már hlær þegar hann er spurður um áhugamál: »Gallinn - eða kannski kosturinn - við tónlistarfólk er sá, að það vinnur yfirleitt við áhugamál sín.</p> <p>Auðvitað er tónlistin mitt helsta áhugamál. Ég hlusta töluvert á tónlist þegar ég hef næði til þess og þá nær eingöngu á klassík.</p> <p>Auk þess hef ég verið leiðsögumaður um landið og söguna um áratuga skeið, og kennt tungumál. Ég hef haft áhuga á þessu öllu. Það er því engin þörf að kvarta undan leiðinlegum starfsferli.</p> <p align="right">Morgunblaðið 27. desember 2013, bls. 34-35.</p> <p>Á vef Söngskólans í Reykjavík má finna (desember 2013) eftirfarandi lista um þau hlutverk sem Már hefur sungið:</p> <ul> <li>Pygmalion (die schöne Galathee)</li> <li>Djöfullinn (Angelique)</li> <li>Zanni (die Welt auf dem Monde) ofl. við Wiener Kammeroper</li> <li>Gastone (La Traviata)</li> <li>Messaggiero (Aida)</li> <li>Normanno (Lucia di Lammermoor)</li> <li>Rodrigo (Otello)</li> <li>Spoletta (Tosca) í tónleikauppfærslum Sinfóníuhljómsveitar Íslands</li> <li>Dr. Blind (Fledermaus)</li> <li>Faust (Phantom of the Opera) við Leikfélag Akureyrar</li> </ul>

Tengt efni á öðrum vefjum

Leiðsögumaður , söngkennari og söngvari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 27.12.2013