Magnús Björnsson 1746-30.05.1784

Prestur. Hann var vígður aðstoðar­prestur til séra Jóns Jónssonar á Helgastöð­um 7. júlí 1771 og þjónaði þar prestsembætti nokkur ár, en veiktist síðar á geðsmunum og hætti þá um hríð við prestsskap. Hann and­aðist í Glaumbæ í Aðalreykjadal (Reykjadal) 30. maí 1784.

Þess er ekki getið hve lengi hann hætti prestskap en skv. textanum virðist hann ekki hafa hætt "nema um hríð eða nokkur ár".

Heimild: Guðfræðingatal, Hannes Þorsteinsson, Gutenberg 1907 - 1910.

Staðir

Helgastaðir Aukaprestur 07.07. 1771-1784

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 16.10.2017