Ármann Þórðarson 31.12.1868-13.11.1929

<p>Vesturíslenskar æviskrár, bindi 4. bls. 186 er sagt frá Ármanni Þórðarsyni sem var organisti Akraneskirkju 1895-1902 er hann fluttist vestur. Var bóndi á Fiskilæk 1891-95. Ámann var smiður og var sveinstykki hans altarið í Akraneskirkju.</p> <p>Ennfremur segir: Bóndi á Fiskilæk 1891-95, var á Akranesi 1895-1902 og organsti í kirkjunni. Fluttist vestur 1903, settist fyrst að í Álftavatnsbyggð, fór þaðan til Gunnavatnsbyggðar og dvaldi síðast á Lundar. Hann var bróðir Matthíasar fornminjavarðar. Reisti hveitimyllu á heimili sínu, sem hann smíðaði sjálfur.</p> <p>Lesa má nánar um hann í Borgfirskum æviskrám Il, bls. 113. og 375.</p>

Staðir

Akraneskirkja Organisti 1895-1902

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014