Jón Stefánsson 28.09.1754-16.12.1819

Prestur. Stúdent 1775 frá Hólaskóla. Lagt fyrir hann að verða prestur í Grímsey 21. febrúar 1778 en veiktist þar af völdum lélegs drykkjarvatns og fór alfarið í land 1783. Fékk Nes 3. mars 1784 og Helgastaði 7. mars 1797 og hélt til æviloka. Hann þótti sæmilega að sér, hneigður til jarðyrkju og fékk 10 ríkisdala verðlaun meðan hann dvaldi í Nesi, heppinn læknir.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 277.

Staðir

Miðgarðakirkja Prestur 21.02.1778-1783
Neskirkja Prestur 03.03.1784-1797
Helgastaðakirkja Prestur 07.03.1797-1819

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 17.10.2017