Árni Pálsson 13.09.1878-07.11.1952

Árni Pálsson prófessor var þjóðkunnur maður. Hann var sonur hins þekkta prests séra Páls Sigurðssonar, síðast í Gaulverjabæ, og konu hans Andreu Þórðardóttur sýslumanns Guðmundssonar. Hann gekk menntaveginn og las sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla um aldamótin, en settist eftir það að í Reykjavík og lagði fyrir sig kennslustörf. Síðar gerðist hann bókavörður við landsbókasafnið og var það þar til hann var skipaður prófessor í sögu við háskólann; en því embætti gegndi hann meðan kraftar leyfðu.

Öllum almenningi var Ánni Pálsson kunnastur af frábærri mælsku, orðheppni og ritleikni, og liggja eftir hann margar ritgerðir, mest sögulegs eða bókmenntalegs efnis, sem birtust upphaflega í tímaritum, en liggja nú flestar fyrir á einum stað í hinu vinsæla ritgerðasafni Árna „Á víð og dreif“.

Úr andlátsfregn í Alþýðublaðinu 8. nóvember 1952, bls. 1.

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

1 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
04.04.1944 SÁM 87/1005 EF Vaknar líf í hersis höll Árni Pálsson 35618

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014