Bergþór Pálsson 22.10.1957-

<p>Bergþór stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Indiana University í Bloomington þar sem hann lauk B.M.- og mastersgráðu. Árið 1996 lauk hann leiklistarnámi frá Drama Studio London.</p> <p>Að loknu námi starfaði Bergþór um nokkurra ára skeið í Þýskalandi, en síðan 1991 hefur hann að mestu starfað á Íslandi. Meðal óperuhlutverka hans má nefna Almaviva greifa í Brúðkaupi Figaros, Papageno í Töfraflautunni, Don Alfonso í Così fan tutte og Don Giovanni í samnefndri óperu, Malatesta í Don Pasquale, Enrico í Lucìa di Lammermoor og Dulcamara í Ástardrykknum, Germont í La Traviata, Pinkerton í Madama Butterfly, Marcello í La Bohème og Évgéní Ónégín í samnefndri óperu.</p> <p>Bergþór hefur haldið fjölda einsöngstónleika, sungið einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur svo og með flestum helstu kórum landsins, t.d. í Mattheusarpassíu, Jóhannesarpassíu og Jólaóratóríu Bachs, Sköpuninni og Árstíðunum eftir Haydn, Carmina Burana eftir Orff og Sálumessu Mozarts.</p> <p>Bergþór hefur einni komið að fluttningi léttari laga og má nefna í því sambandi plötu sem þeir Bergþór og Helgi Björnsson unnu saman og tengdist tónleikaröð sem hér héldu út á Hótel Borg í nokkrar vikur árið 2000, og þar áður plötuna Glútarnir sem Bergþór og Ólafur Kjartansson gerðu. Þá unnu Bergþór og Eyjólfur Kristjánsson plötuna Tveir, saman.</p> <p align="right">Tónlist.is [2013]</p>

Staðir

Söngskólinn í Reykjavík Söngkennari -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Indiana háskóli Háskólanemi -
Drama Studio London Nemandi -1996

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , leikari , nemandi , söngkennari , söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.03.2016