Margrét Kristjánsdóttir 04.08.1967-

<p>Margrét hóf fiðlunám sex ára gömul í Barnamúsikskólanum í Reykjavík hjá Gígju Jóhannsdóttur. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1988 undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Að því loknu hélt hún til framhaldsnáms í New York við Mannes College of Music, þaðan sem hún lauk B.M. prófi og Mastersgráðu. Aðalkennari hennar þar var Shirley Givens. Margrét hefur verið fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 1993. Hún er meðlimur í Kammersveit Reykjavíkur og Hljómsveit Íslensku óperunnar auk þess að kenna við Tónlistarskóla Kópavogs.</p> <p align="right">Af vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands</p>

Staðir

Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónlistarnemandi 1973-
Menntaskólinn við Hamrahlíð Nemandi -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1988
Mannes háskóli í New York Háskólanemi -
Tónlistarskóli Kópavogs Fiðlukennari -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Kammersveit Reykjavíkur Fiðluleikari
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari 1993

Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðlukennari , fiðluleikari , háskólanemi , nemandi og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.06.2016