Eiríkur Magnússon (hinn fundni) -1614

Prestur. Varð djákni 1545. Varð næst aðstoðarprestur Björns á Melstað þó hans sé ekki getið þar og síðan fékk hann Núp í Núpsdal en þar voru stundum sérstakir prestar. Hann fékk Auðkúlu 1575 og átti einnig að vera þingaprestur að Svínavatni . Lét af prestskap 1596. Merkisprestur og búmaður og líklega hagmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 1.

Ath. Þingprestur: Prestur sem kirkjueigandi réð fyrir fast kaup, stundum kallaður leiguprestur. GVS

Staðir

Melstaðarkirkja Aukaprestur 16.öld-16.öld
Efra-Núpskirkja Prestur 16.öld-16.öld
Auðkúlukirkja Prestur 1575-1596

Aukaprestur, djákni og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.07.2016