Anna Guðný Guðmundsdóttir 06.09.1958-

<p>Anna Guðný Guðmundsdóttir brautskráðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1979 og stundaði Post Graduate nám við Guildhall School of Music and Drama í London með sérstaka áherslu á kammertónlist og meðleik með söng. Meðal kennara hennar voru Stefán Edelstein, Hermína S. Kristjánsson, Jón Nordal, Margrét Eiríksdóttir, James Gibb og Gordon Back. Hún hefur starfað á Íslandi í aldarfjórðung við margvísleg störf píanistans, aðallega í samleik ýmiss konar en einnig sem einleikari. Hún kenndi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands frá stofnun hennar 2001 til haustsins 2005 er hún var fastráðin píanóleikari að Sinfóníuhljómsveit Íslands.</p> <p>Í febrúar síðastliðnum hlaut Anna Guðný Íslensku Tónlistarverðlaunin sem tónlistarflytjandi ársins fyrir heildarflutning á þessu tónverki haustið 2008 [Vingt Regards sur l´Enfant-Jésus (Tuttugu tillit til Jesúbarnsins) eftir Olivier Messiaen].</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 14. júlí 2009.</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Píanókennari , píanóleikari og tónlistarmaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.10.2013