Oddgeir Kristjánsson 16.11.1911-18.02.1966

<p>Oddgeir Kristjánsson fæddist í Vestmannaeyjum 16.11. 1911, sonur hjónanna Kristjáns Jónssonar og Elínar Oddsdóttur sem bæði komu úr Fljótshlíðinni og fluttu ung til Eyja. Hann var fimmti elstur af 16 alsystkinum en auk þess átti hann einn hálfbróður, samfeðra. Kona Oddgeirs var Svava Guðjónsdóttir og eignuðust þau þrjú börn.</p> <p>Áhugi Oddgeirs á tónlist kom snemma í ljós en ekki voru tök á tónlistarnámi á barnmörgu heimili í Eyjum á þeim árum. Hann var þó ekki nema 12 ára er hann var farinn að leika á tenórhorn með Lúðrasveit Vestmannaeyja, og síðan á trompet. Oddgeir lærði á fiðlu hjá Þórarni Guðmundssyni í Reykjavík veturinn 1930-31 og var við tónfræðinám hjá Róberti A. Ottóssyni veturinn 1944-45. Hann var svo sjálfmenntarður á ýmis hljóðfæri, s.s. gítar.</p> <p>Oddgeir lék á fiðlu með fyrstu danshljómsveit Vestmannaeyja frá 1930, Jazzinum. Auk þess tók hann nemendur í einkatíma heim til sín um langt árabil og kenndi á ýmis hljóðfæri, s.s. fiðlu, gítar og blásturshljóðfæri.</p> <p>Oddgeir stundaði framan af verslunarstörf í Eyjum og var forstjóri Bifreiðastöðvar Vestmannaeyja til 1940. Þá hóf hann söng- og tónlistarkennslu við Barnaskóla Vestmannaeyja og kenndi þar til æviloka. Hann stjórnaði auk þess Lúðrasveit Vestmannaeyja alla tíð frá 1939.</p> <p>Vestmannaeyingar áttu ýmis prýðileg tónskáld og dægurlagahöfunda, eins og Loft Guðmundsson, Ása í Bæ og Árna úr Eyjum.</p> <p>Oddgeir bar þó líklega af þeim öllum enda er hann, ásamt Sigfúsi Halldórssyni og Jóni Múla, almennt talinn ástsælasta dægurlagatónskáld þjóðarinnar um og upp úr miðri síðustu öld.</p> <p>Lögin hans Oddgeirs voru oft þjóðhátíðarlög í Eyjum, en meðal þekktari af perlum hans má nefna lög eins og Ég veit þú kemur; Sigling; Ship ohoj; Gamla gatan; Ágústnótt og Sólbrúnir vangar.</p> <p>Oddgeir lést 18.2. 1966.</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 16. nóvember 1913, bls. 57.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveit Vestmannaeyja Stjórnandi 1939 1966-02

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.09.2016