Sigurður H. Briem (Valdimar Sigurður Halldórsson Briem) 16.05.1895-19.01.1968

<p>Foreldrar Sigurðar voru Halldór Briem kennari (5.9.1852-29.6.1929) og kona hans Susie, fædd Taylor. Sigurður nam tónlist hjá einkakennara í Reykjavík í tvö ár og í Kaupmannahöfn í átta ár. Aðalfag hans var fiðla en hann lærði auk þess á mandólín, gítar og selló. Sigurður dvaldi í Kaupmannahöfn 1920-1929 og kenndi þar á fiðlu og mandólín frá 1922. Eftir að hann flytur til Reykjavíkur 1929 kenndi hann aðallega fiðlu- og gítarleik. Sigurður var fiðluleikari á veitingahúsum og dansleikjum í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Hann samdi og gaf út Gítarkennslubók I-IV, 1943-1947 og Mandólínkennslubók I-II, 1943-1947. Sigurður var ókvæntur.</p> <p align="right">Byggt á Kennaratali á Íslandi. II. bindi bls. 117.</p> <p>Þau lög sem hér birtast voru afhent Tónlistarsafni Íslands af Ingibjörgu Eggertsdóttur, en hún er dóttir <a href="http://www.ismus.is/i/person/id-1005301">Ingibjargar Andrésdóttur</a>, frænku Sigurðar. Eins og sjá má á Gítarbókunum voru sumar þeirra beinlínis skrifaðar til Ingibjargar sem persónulegar kennslubækur í gítarleik. Hér má sjá fjölda laga eftir Sigurð auk margar útsetningar hans og annarra á lögum fyrir gítar. Nóturnar eru afburðarvel skrifaðar og frágangur allur hinn glæsilegasti.&nbsp;</p>

Skjöl

Allegro moderato Skjal/pdf
Dynkur Skjal/pdf
Fjallablóm Skjal/pdf
Fjögur lög_1 Skjal/pdf
Fjögur lög_2 Skjal/pdf
Gítarbók 1 Skjal/pdf
Gítarbók 2 Skjal/pdf
Gítarbók 3 Skjal/pdf
Gítarbók 4 Skjal/pdf
Gítarbók 5 Skjal/pdf
Gítarbók 6 Skjal/pdf
Gítarbók 7 Skjal/pdf
Gítarbók 8 Skjal/pdf
Haustmorgun Skjal/pdf
Kvöldstund Skjal/pdf
Lag fyrir gítareinleik Skjal/pdf
Nokkur lög Skjal/pdf
Nokkur smálög Skjal/pdf
Oluf Bröndberg og Siguður Breim Mynd/jpg
Sigurður Briem með gítarinn Mynd/jpg
Sigurður H. Briem Mynd/jpg
Sigurður H. Briem Mynd/jpg
Sigurður H. Briem Mynd/jpg
Spánskur fandang Skjal/pdf
Syngið þið förgru strengir Skjal/pdf
Söngur huldukonunnar Skjal/pdf
Tvö lög_1 Skjal/pdf
Tvö lög_2 Skjal/pdf
Tvö smálög Skjal/pdf
Vetrarkvöld Skjal/pdf
Wigenlied Skjal/pdf
Þrjú lög Skjal/pdf

Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari , gítarkennari , gítarleikari og mandólínleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 30.04.2015