Hrafnhildur Björnsdóttir -

Hrafnhildur stundaði söngnám hjá Þuríði Pálsdóttur og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur við Söngskólann í Reykjavik og hjá David Thomas í Trinity College of Music í London, þar sem hún lauk einsöngvaraprófi.

Helstu verkefni Hrafnhildar hjá Íslensku óperunni, English Touring Opera, Scottish Opera, Aberdeen International Youth Festival, Óperu Stúdíói Austurlands og Sumar Óperunni eru:

  • Næturdrottningin / 1. dama, og Papagena í Töfraflautunni
  • Fortuna / Venere / Damigella í Krýning Poppeu
  • Frasquita í Carmen
  • Lucia í The Rape of Lucretia
  • Adele í Leðurblökunni
  • Gianetta í Ástardrykknum
  • Gretel í Hans og Grétu og
  • Sopran sóló í Carmina Burana.

Hrafnhildur hefur komið fram við allmörg tækifæri bæði sem einsöngavari, med kórum og hljómveitum hér heima og erlendis. Má þar nefna Exsultate jubilate, Mozart Reqiem, Messiah, Gloria (Vivaldi), Missa Brevis, listahátið í Manchester, Bath, Edinborg, Glasgow og fleirri stödum. Hrafnhildur hefur einnig sungid med Óperukór Íslensku óperunnar í uppfærslum og sem einsöngvari, Óperukór Scottish Opera, og English Touring Opera.

Af vef Íslensku óperunnar 21. febrúar 2014.

Staðir

Trinity tónlistarháskólann í London Háskólanemi -2003
Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, söngkona og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.03.2016