Þórður Brynjólfsson 08.09.1763-01.01.1840

Stúdent 26. apríl 1784 með góðum vitnisburði. Varð djákni að Breiðabólstað í Fljótshlíð 1787. Vígðist að Kálfafelli 8, júní 1788 og Þykkvabæjarklaustursprestakall 20. október 1805, Sólheimaþing fékk hann 5. apríl 1814 og bjó á Felli. Fékk síðan Reynisþing og bjó í Fagradal til æviloka.Var prófastur í Vestur-Skaftafellssýslu frá 26. september 1805 til 1830 er hann sagði embættinu af sér. Mikilhæfur maður, vel gefinn, fjörmaður en nokkuð undarlegur í geði, mjög ófríður sýnum.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ V bindi, bls. 91.

Staðir

Kálfafellskirkja Prestur 08.06. 1788-1805
Þykkvabæjarklausturskirkja Prestur 20.10.1805-1814
Hörgslandskirkja Prestur 05.04. 1788-1838
Reyniskirkja Prestur 1838-1840

Prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 23.12.2013