Guðríður St. Sigurðardóttir (Guðríður Steinunn Sigurðardóttir) 23.05.1956-

<p>Guðríður Steinunn Sigurðardóttir útskrifaðist með einleikarapróf í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1978 og fór til framhaldsnáms að Michigan háskólanum í Ann Arbor, þaðan sem hún lauk meistaraprófi í píanóleik árið 1980. Það sama ár hlaut hún fyrstu verðlaun í píanókeppni á vegum Ann Arbor Society of Musical Arts. Hún sótti einkatíma í píanóleik hjá Günter Ludwig prófessor við Tónlistarháskólann í Köln á árunum 1984 til 1985 og hefur tekið þátt í fjölmörgum tónlistarnámskeiðum.</p> <p>Guðríður hefur haldið fjölda tónleika út um allt land, leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands og komið fram, meðal annars, á vegum Tíbrár í Kópavogi, Tónlistarfélagsins í Reykjavík og Kammermúsíkklúbbsins. Erlendis hefur hún leikið í Kanada, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Sviss og á öllum Norðurlöndunum.</p> <p>Auk tónleikahalds kennir Guðríður píanóleik við tónlistarskólana í Reykjavík og Kópavogi. Árið 2007 lauk hún MBA (Master of Business Administration) námi frá Háskóla Íslands.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 26. júlí 2011.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Píanókennari og píanóleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.02.2014