Sólrún Sumarliðadóttir 10.08.1977-

<p>Sólrún Sumarliðadóttir fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1977. Hún stundaði nám í sellóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan 8. stigi, en hóf síðan það nám við Tónlistarháskólann í Maastricht í Hollandi. Hún lauk síðan BA-prófi í tónvísindum frá Háskólanum í Utrecht og MA-prófi í menningarstjórnun frá Goldsmith’s College í London. Auk verkefna með Amiinu og ýmsum öðrum tónlistarmönnum hefur hún meðal annars sinnt kennslu í sellóleik, verið fyrirlesari og stundakennari í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og tekið þátt í stefnumótun í menningarmálum Reykjavíkurborgar.</p>

Staðir

Listaháskóli Íslands Háskólanemi -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Tónlistarháskólinn í Maastricht Háskólanemi -
Háskólinn á Bifröst Háskólakennari -
Háskólinn í Utrecht Háskólanemi -
Goldsmith háskólinn í London Háskólanemi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Amiina Sellóleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólakennari , háskólanemi , sellókennari , sellóleikari , tónlistarfræðingur og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.02.2016