Jón Guðmundsson 1709-28.06.1770

<p>Fæddur um 1709. Stúdent frá Skálholtsskóla 1732. V'igðist sem aðstoðarprestur hjá sr. Jóhanni Þórðarsyni í Laugardælum 24. október 1734 og fékk prestakallið ári síðar. Kom sér illa vegna lausmælgi og varð að fara. Fékk Sólheimaþing 1745 og bjó að Felli. Vikið frá 30. ágúst 1760 samkvæmt dómi 17 presta fyrir fleipur og lausmælgi um prófastinn. Fékk uppreisn æru 2. maí 1766 og þjónaði Landsþingum frá nýári til vors, fékk Reykjadal 28. janúar 1767 og var þar til æviloka. Harboe sagði hann illræmdan að drykkjuskap, þrályndi og vanstillingu en Finnur biskup taldi hann gáfaðan, með prýðilegum hæfileikum til kennimennsku og barnafræðslu en léttúðugan í umgengni og lifnaði, grobbinn og hviklyndan. Skáldmæltur.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ III bindi, bls. 131. </p>

Staðir

Laugardælakirkja Aukaprestur 24.10.1734-1735
Laugardælakirkja Prestur 1735-1745
Hörgslandskirkja Prestur 1745-1760
Skarðskirkja Prestur 01.01.1767-1767
Reykjadalskirkja Prestur 28.01.1767-1770

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.01.2014