Árni Þorvarðarson 1650-02.08.1702

Prestur. Fæddur um 1650. Stúdent frá Skálholtsskóla um 1669. Nam og við Hafnarháskóla í tvö ár. Vígður að Þingvöllum 7. janúar 1677 og var þar til dauðadags. Hann varð prófastur í Árnesþingi frá 1691 til dauðadags og officialis. Einn helstu presta landsins, ræðumaður ágætur og andríkur, gáfaður og lærður vel, manna gestrisnastur og glaðlyndastur. Skáld gott á latínu og íslensku. Þýddði og skrifaði fjölda verka.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 80.


Prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 24.05.2018