Hallur Símonarson 16.08.1927-21.03.2001

Hallur fæddist við Vesturgötuna í Reykjavík 16. ágúst 1927 og ólst upp í Reykjavík. Hann stundaði tónlistarnám og nám í Ágústarskólanum í Reykjavík.

Hallur hóf störf á dagblaðinu Tímanum 1948 og starfaði við blaðamennsku í rúm fimmtíu ár, við Tímann, Alþýðublaðið, á Vísi, við Dagblaðið og loks við DV frá stofnun. Hann var einn af stofnendum samtaka iþróttafréttamanna, var sæmdur heiðursmerki alþjóðasamtaka íþróttafréttamanna 1974, var heiðursfélagi í Blaðamannafélagi tslands og handhafi blaðamannaskírteinis nr. 3.

Hallur varð ungur kunnur íþróttamaður, handhafi íslandsmeta á gullöld frjálsra iþrótta, var fyrirliði fyrsta íslandsmeistaraliðs Vlkings í handknattleik 1946 og lék á kontrabassa í fyrsta KK-sextettinum sem stofnaður var 1947.

Hallur var um langt árabil í fremstu röð bridgespilara, margfaldur íslandsmeistari og landsliðsmaður og jafnframt liðtækur skákmaður. Hann var varaformaður knattspyrnufélagsins Víkings 1944-47 og var sæmdur gullmerki félagsins.

Heimild: Andlátsfregn. DV 29. mars 2001, bls. 26.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hawaii-kvartettinn Bassaleikari 1947
Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar Bassaleikari 1948-11-01 1949-03-01
KK-sextett Bassaleikari 1947-10-03

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari, blaðamaður og tónlistarmaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 29.06.2014