Halldór Björnsson 21.06.1798-13.06.1869

<p>Prestur. Stúdent úr heimaskóla Geirs Vídalín. Vígðist 14. júlí 1822 aðstoðarprestur sr. Gunnars Hallgrímssonar í Laufási og var þar til 1828. Þjónaði Helgastöðum veturinn 1829-30, fékk Eyjadalsá 28. maí 1831. Var settur til aðstoðar föður sínum við prófastsstörf hans 1833 og skipaður prófastur 6. ágúst 1840. Fékk Sauðanes 9. júlí 1847 og hélt til æviloka. Hann var hinn merkasti maður.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 245-46. </p>

Staðir

Laufáskirkja Aukaprestur 14.07.1822-1828
Helgastaðakirkja Prestur 1829-1830
Eyjadalsá Prestur 28.05.1831-1847
Sauðaneskirkja Prestur 09.07.1847-1869

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.11.2017