Eiríkur Hreinn Helgason 10.09.1955-

Eiríkur Hreinn er baryton; hann stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík, við Nýja Tónlistarskólann og við Hochschule für Music und Darstellende Kunst í Vínarborg. Auk þess hefur hann sótt einkatímum hjá ýmsum söngvurum og söngkennurum hér á landi og erlendis.

Eiríkur Hreinn hefur sungið einsöng með fjölda kóra, tekið þátt í flutningi stærri kirkjuverka sem einsöngvari og sungið nokkur hlutverk hjá Íslensku óperunni. Þá hefur hann um áratugaskeið verið atkvæðamikill sem einsöngvari við kirkjulegar athafnir.

Eiríkur hefur verið meðlimur Voces Thules frá árinu 1997.

Af vef Voces Thules (desember 2013).

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Voces Thules 1997

Tengt efni á öðrum vefjum

Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.04.2015