Illugi Halldórsson 1711-1770

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1736. Vígðist aðstoðarprestur að Breiðabólsstað í Vesturhópi, fékk vonarbréf fyrir prestakallinu en missti prestskaparréttindi fyrir hórdómsbrot 1741 og eigur hans gerðar upptækar. Fékk uppreisn 27. maí 1746, fékk Borgarþing 1747 þar sem hann var kærður fyrir nauðgunartilraun 1758 og eftir nýár 1759 komst hann í annað hórdómsbrot og var dæmdur frá prestskap 9. maí sama ár. Yfirgaf konu sína og stundaði síðan sjóróðra. Hann lenti í enn einu málinu, 1763, óviðeigandi sambúð hans og ekkju nokkurrar og skipaði sýslumaður að þau skildu skilin að. Hann var hraustmenni að burðum og harðger og þótti vel gefinn og mælskumaður mikill.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 1.

Staðir

Breiðabólstaðarkirkja í Vesturhópi Aukaprestur 20.10.1737-1741
Borgarkirkja Prestur 1747-1759

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 16.09.2014