Jón SIghvatsson 16.öld-

16. og 17. aldar maður. Varð fyrst prestur í Álftaveri og bjó að Mýrum. Fékk Ása í Skaftártungu 1584 en missti prestakallið 1591 vegna brota með þremenningi sínum. Fékk síðar kallið aftur og var þar 1602 en 1631 segir Gísli biskup Oddsson Jón vera kominn yfir áttrætt og uppeldislausan. Í september 1637 var hann enn á lífi og líklega sömuleiðís 12. ágúst 1639.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ III bindi, bls. 254.

Jón er sagður prestur á Kirkjubæjarklaustri en tímabils er ekki getið.

Heimild: Prestatal og prófasta eftir Svein Níelsson. Bls. 30.

Staðir

Þykkvabæjarklausturskirkja Prestur "16"-"16"
Ásakirkja Prestur 1584-
Þykkvabæjarklausturskirkja Prestur -"17"

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.03.2019