Ingimar Pálsson 17.03.1945-

Ingimar hefur verið stjórnandi fjölmargra kóra, m.a. karlakórsins Heimis, karlakórs Sauðárkróks auk blandaðra, barna-, unglinga- og kirkjukóra. Hann var skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar, organisti og kórstjóri Hóladómkirkju, Viðvíkur- og Hofsstaðakirkju og síðast Hraungerðis- og Villingaholtskirkju. Hann var kennari við landbúnaðarháskólann á Hólum í tvö ár þar sem hann kenndi fjögur fög þ.á m. laxeldi og fiskirækt. Hann dvaldi í suður- og austurhluta Afríku um 10 ára skeið, stjórnaði m.a. tónlistardeild Performing Arts og The Johannesburg Conservatory of Musik. Starfaði við kristniboðs- og hjálparstörf, rak prófmál í þágu skjólstæðinga þeirrar starfsemi eftir andlát föður síns, Páls Lútherssonar, sem vannst fyrir hæstarétti Swazilands 1988 og hafði tímamóta- og fordæmisgildi fyrir Afríkubúa.

„Nýlega leysti ég Jörg Sondermann tímabundið af við stjórn Hörpukórsins, kórs eldri borgara á Selfossi, sem er prýðilegur kór og skemmtilegt fólk. Hef einnig veitt fólki sem þess óskar, ráðgjafar- og stuðningsviðtöl, endurskoðun fjármála og lífsstíls. Ég stundaði nám í Háskóla Íslands í guðfræði, sálarfræði, sálgæslu og hugrænum atferlisfræðum.

Í frístundum leik ég á pípuorgel, flygil og hljómborð sem ég á heima. Á fyrri tímum lék ég einnig á fiðlu, gítar, klarinett og saxó- fón. Ég er félagi í Rótaryklúbbi Selfoss, fer í sund og spila snóker tvisvar í viku við þrjá ágæta vini mína, bý á bökkum Ölfusár, hef út- sýni upp ána og inn á öræfi. Það er gott að búa á Selfossi.“

Ingimar á tvo syni, Pál Lúther sem býr í Kaupmannahöfn, en þar býr einnig dóttir hans, Jóhanna, barnabarn Ingimars, og Gunnlaug Inga sem býr hjá Ingimari á Selfossi.

Morgunblaðið 17. mars 2015, bls. 34 í tilefni 70 ár afmælis Ingimars.

Staðir

Háskóli Íslands Háskólanemi -

Háskólakennari, háskólanemi, kórstjóri, organisti og skólastjóri
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.03.2015