Hjörtur Einarsson 31.12.1918-23.12.2013

<p>Hjörtur var bóndi í Neðri Hundadal til 1995 þegar hann flutti að bænum Gröf í Miðdölum, tók þá sonur hans, Sigursteinn við búi í Neðri Hundadal. Hjörtur var í hreppsnefnd Miðdæla um árabil, í stjórn Búnaðarfélags Miðdæla í um 50 ár, í stjórn Veiði- og fiskiræktarfélags Miðár, meðhjálpari í Kvennabrekkukirkju, í stjórn Ungmennafélagsins Æskunnar, í stjórn Kaupfélags Hvammsfjarðar og ýmis önnur störf tók hann að sér fyrir sveitarfélagið og samfélagið sem hann bjó í. Hjörtur átti stóran þátt í að fá endurnýjaðan veg um Bröttubrekku og hlaut nafnbótina „Heiðursborgari Dalabyggðar“ fyrir.</p> <p align="right">Morgunblaðið. 3. janúar 2013 bls. 36.</p>

Viðtöl


Uppfært 16.07.2014