Einar Bragi Bragason 11.08.1965-04.10.2019

Einar Bragi ólst upp á Holti í Garðabænum sem þá hét Garðahreppur. Hann gekk í Flataskóla, Gagnfræðaskóla Garðabæjar og síðan í Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Hann útskrifaðist frá Blásarakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavíkur 1987 og var á sama tíma í djassdeild Tónlistarskóla FÍH.

Einar starfaði fyrstu ár sín við Tónlistarskóla Seltjarnarness og sem tónlistarkennari við Melaskóla. Árið 1994 flutti hann til Seyðisfjarðar þar sem þar sem hann varð skólastjóri Tónlistarskólans. Þar hafði hann djúp áhrif á marga nemendur sína. Einar Bragi var farsæll kennari og hafði mikla hæfileika til að vekja áhuga nemenda á tónlist og tónlistarnámi. Eftir áralanga farsæla kennslu á Seyðisfirði lagði Einar Bragi leið sína á Vopnafjörð og þaðan til Patreksfjarðar þar sem hann starfaði sem skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar fram til síðasta dags.

Einar Bragi var afkastamikill tónlistarmaður og eftir hann liggur fjöldi laga og útsetninga. Hann gaf út tvær sólóplötur og var með þá þriðju í vinnslu og hafa þegar nokkur lög af henni heyrst í spilun.

Einar Bragi spilaði inn á anna hundrað platna fyrir fjölda ann-arra tónlistarmanna og hljómsveita. Hann tók tvisvar þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd. Fyrst 1990 með lagið Eitt lag enn í flutningi Stjórnarinnar og síðan árið 1993 með lagið Þá veistu svarið ásamt Ingibjörgu Stefánsdóttur.

Einar var í góðu samstarfi við erlenda hljómlistarmenn og lék meðal annars í nokkur skipti á djasshátíðinni Sortland Jazzfestival í Norður-Noregi. Myndaðist við það vinskapur og samstarf vup aðra tónlistarmenn sem sóttu hátíðina.

Einar Bragi var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 1993 fyrir saxófónleik. Hann var einnig valinn Austfirðingur ársins árið 2008.

Byggt á minningargrein í Morgunblaðinu 18. október 2019, bls. 20

Staðir

Tónlistarskóli Seyðisfjarðar Skólastjóri -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1987
Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Tónlistarnemandi -
Tónlistarskólinn á Seltjarnarnesi Tónlistarkennari -
Melaskóli Tónmenntakennari -
Tónlistarskóli Vesturbyggðar Skólastjóri -2019

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Galíleó Saxófónleikari 1992-01

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Saxófónleikari, skólastjóri, tónlistarkennari, tónlistarnemandi og tónmenntakennari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.10.2019