Guðný Stella Hauksdóttir (Stella Hauks) 17.11.1953-17.01.2015

<p>Stella fæddist í Keflavík, ólst upp á Eskifirði og síðan í Vestmannaeyjum frá 1959, en mestan hluta ævinnar bjó hún í Reykjavík.</p> <p>Stella Hauks var trúbador í besta skilningi þess orðs; hún spilaði á gítar og söng eigin lög við eigin texta sem fjalla um lífsins baráttugöngu, gjarnan á mjög fyndinn hátt. Hún er fyrsta íslenska konan sem semur og gefur út tónlist með ástarljóðum til kvenna, en fyrri geisladiskur Stellu kom út fyrir jól árið 1999. Seinni geisladiskur Stellu, Trúður í felum, kom út síðla árs 2013. Rás 2 á tónleikaupptökur með Stellu sem eru vel varðveittar í safni RÚV.</p> <p>Stella vann við fiskvinnslu frá ungum aldri og tók virkan þátt í verkalýðsbaráttu og Rauðsokkahreyfingunni, að því marki að atvinnurekendur vissu vel af henni.</p> <p align="right">Af vef Ríksútvarpsins</p>
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.08.2015