Þorsteinn Ketilsson 1688-25.10.1754

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1709. Vígðist kirkjuprestur í Skálholti 5. nóvember 1714 og fékk Hrafnagil 17. október 1716 og hélt til æviloka. Var prófastur í Vaðlaþingi 1723-1751. Hann var ræðumaður ágætur, mikils metinn og lagði Harboe til að hann yrði Hólabiskup.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 219-20.

 

Staðir

Skálholtsdómkirkja Prestur 5.11.1714-17.10.1716
Hrafnagilskirkja Prestur 17.10.1716-25.10.1754

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 28.05.2014