Sigrún Pálmadóttir 15.01.1974-

<p>Sigrún er fædd og uppalin í Bolungarvík. Hún hóf söngnám við Tónlistarskólann á Akureyri hjá Hólmfríði Benediktsdóttur og stundaði síðan nám í Söngskólanum í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og lauk þaðan burtfararprófi árið 1999. Sigrún stundaði nám við óperudeild Tónlistarháskólans í Stuttgart hjá prófessor Dunja Vejzovie og í ljóðadeild sama skóla hjá prófessor Richter frá 1999-2001. Sama ár og hún lauk námi var hún fastráðin við Óperuhúsið í Bonn. Sigrún hefur sótt ýmsa masterklassa, m.a. hjá André Orlowitz, Emmu Kirkby og Anthony Rooley. Hér á landi hefur hún sungið á Vínartónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og erlendis hefur hún haldið fjölda tónleika, aðallega í Þýskalandi. Sigrún hlaut verðlaun frá styrktarfélagi Óperunnar í Bonn árið 2004 fyrir velunnin störf og framfarir og hélt af því tilefni tónleika með hörpuleikaranum Jane Berthe. Hlutverk hennar á sviði eru orðin fjölmörg og má þar nefna Næturdrottninguna í Töfraflautunni, Frasquitu í Carmen, Norinu í Don Pasquale, Clorindu í Öskubusku, Olympíu í Ævintýrum Hoffmanns, Zerbinettu í Ariadne á Naxos, Víólettu í La traviata, Sophie í Rósariddaranum og í fyrra titilhlutverkið í í óperunnni Luciu di Lammermoor Nýverið söng hún lhlutverk Víólettu í La Traviata í Íslensku óperunni.</p> <p align="right">Úf frétt af vefnum Skutull 20.maí 2008</p>

Staðir

Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1999

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.03.2016