<p><strong>Foreldrar:</strong> Rudolf Felzmann og kona hans Maria Felzmann.</p>
<p><strong>Námsferill:</strong> Gekk í barna- og framhaldsskóla í Vín í Austurríki og stundaði tónlistarnám, aðallega í fiðluleik, við Konservatorium í Vín.</p>
<p><strong>Starfsferill:</strong> Réðst til Íslands 1933 og starfaði hér til 1938, fyrst í hljómsveit á Hótel Íslandi; lék við Volksoper í Vínarborg eftir 1938 og síðan í Graz; gegndi herþjónustu í þýska hernum í síðari heimsstyrjöld en sneri aftur til Íslands 1947; lék í hljómsveitum Bjarna Böðvarssonar, Carls Billich á Hótel Borg og hljómsveit Jans Morávek; var með eigin hljómsveit á Hótel Ritz í Nauthólsvík; var fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-1974.</p>
<p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 212. Sögusteinn 2000.</p>
<blockquote>... Minnisstætt er mér er hann einn sunnudagsmorgun kom heim til mín og sagði áður en hann heilsaði: „Viltu koma til Íslands?“ Það var svo afráðið að við lögðum land undir fót árið 1933 og fórum til Íslands. Við vorum ráðnir til 8 mánaða hjá A. Rosenberg, heiðvirðum eiganda Hótel Íslands. En þessir 8 mánuðir voru svo framlengdir til margra ára, enda urðu forlögin þau, að við eignuðumst hér okkar annað föðurland og urðum íslenzkir ríkisborgarar.<br />
<br />
Arið 1938 fór Josef til Vínarborgar ásamt unnustu sinni Ingibjörgu Júliusdóttur, og giftu þau sig þar stuttu seinna.<br />
<br />
Ekki leið langur tími þangað til heimsstyrjöldin skall á og voru ungu hjónin meira og minna aðskilin öll stríðsárin þar sem hann var kvaddur í herinn, og hún þurfti að vera ein með 2 börn þeirra, Gunnar og Sigrid. Oft hefi ég dáðst að kjarki og hetjulund Ingibjargar, sem hún sýndi svo vel á þessum árum þrenginga og erfiðleika.<br />
<br />
... Eftir stríð fluttist fjölskyldan til Íslands og starfaði Josef í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá upphafi þangað til heilsu hans fór það hrakandi að hann varð að hætta störfum um það bil fyrir 2 árum. ...</blockquote>
<p align="right">Carl Billich. Úr minningargrein í Morgunblaðinu 28. desember 1976, bls. 19.</p>
Hópar
Skjöl
Tengt efni á öðrum vefjum