Jósef Felzmann (Jósef Johann Felzmann, Joseph Felzmann) 20.02.1910-18.12.1976

Foreldrar: Rudolf Felzmann og kona hans Maria Felzmann.

Námsferill: Gekk í barna- og framhaldsskóla í Vín í Austurríki og stundaði tónlistarnám, aðallega í fiðluleik, við Konservatorium í Vín.

Starfsferill: Réðst til Íslands 1933 og starfaði hér til 1938, fyrst í hljómsveit á Hótel Íslandi; lék við Volksoper í Vínarborg eftir 1938 og síðan í Graz; gegndi herþjónustu í þýska hernum í síðari heimsstyrjöld en sneri aftur til Íslands 1947; lék í hljómsveitum Bjarna Böðvarssonar, Carls Billich á Hótel Borg og hljómsveit Jans Morávek; var með eigin hljómsveit á Hótel Ritz í Nauthólsvík; var fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-1974.

Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 212. Sögusteinn 2000.

... Minnisstætt er mér er hann einn sunnudagsmorgun kom heim til min og sagði áður en hann heilsaði: „Viltu koma til Islands?“ Það var svo afráðið að við lögðum land undir fót árið 1933 og fórum til Íslands. Við vorum ráðnir til 8 mánaða hjá A. Rosenberg, heiðvirðum eiganda Hótel Íslands. En þessir 8 mánuðir voru svo framlengdir til margra ára, enda urðu forlögin þau, að við eignuðumst hér okkar annað föðurland og urðum íslenzkir ríkisborgarar.

Arið 1938 fór Josef til Vlnarborgar ásamt unnustu sinni Ingibjörgu Júliusdóttur, og giftu þau sig þar stuttu seinna.

Ekki leið langur tími þangað til heimsstyrjöldin skall á og voru ungu hjónin meira og minna aðskilin öll stríðsárin þar sem hann var kvaddur í herinn, og hún þurfti að vera ein með 2 börn þeirra, Gunnar og Sigrid. Oft hefi ég dáðst að kjarki og hetjulund Ingibjargar, sem hún sýndi svo vel á þessum árum þrenginga og erfiðleika.

... Eftir strlð fluttist fjölskyldan til Íslands og starfaði Josef í Sinfónluhljómsveit Íslands frá upphafi þangað til heilsu hans fór það hrakandi að hann varð að hætta störfum um það bil fyrir 2 árum. ...

Carl Billich. Úr minningargrein í Morgunblaðinu 28. desember 1976, bls. 19.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari 1950 1974

Skjöl

Jósef Felzmann Mynd/jpg
Jósef Felzmann Mynd/jpg

Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.07.2015