Ámundi Pálsson 1687 um-1714

Prestur. Stúdent úr Skálholtsskóla 1709. Vígðist sama ár aðstoðarprestur sr. Árna Álfssonar í Heydölum og fékk hálfan staðinn til umráða. 1710 lagði biskup til að sr. Ámundi færi í Berufjörð en sýslumaður, Jón Þorláksson, kærði sr. Ámunda fyrir biskupi fyrir vanrækslu o.fl. Eftir rannsókn var Ámundi sýknaður. Féll þetta mál niður en ekki er að sjá að Ámundi sé meðal presta í Berufirði. Í heimildum Sveins Níelssonar er hann aðeins skráður aðstoðarprestur frá 1710-1714.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 6.

Staðir

Heydalakirkja Aukaprestur 1709-

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 18.01.2019