Svana Víkingsdóttir 18.07.1955-

Svana hóf tónlistarnám hjá Gunnari Sigurgeirssyni þar sem hún lærði fyrstu árin. Þaðan fór hún í Tónlistarskólann í Reykjavík og stundaði píanónám hjá Hermínu S. Kristjánsson, Jóni Nordal og Árna Kristjánssyni. Hún lauk kennaraprófi frá skólanum vorið 1976 og einleikaraprófi ári síðar. Svana hélt til Vestur-Berlínar 1978 og stundaði framhaldsnám við Hochschule der Künste þar sem kennarar hennar voru Klaus Schilde og Geörgy Sava. Hún lauk diplómaprófi frá skólanum vorið 1983.

Að námi loknu starfaði hún í nokkur ár sem píanókennari við Nýja Tónlistarskólann, en undanfarna áratugi hefur hún starfað sem píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH.

Svana er einn af stofnendum Kvennakórs Reykjavíkur og var píanóleikari kórsins fyrstu árin. Hún hefur tekið þátt í ýmsum píanónámskeiðum svo sem í Siena á Ítalíu, Aspen í Colorado, Ernen í Sviss og komið fram á tónleikum með öðrum hljóðfæraleikurum m.a. í Finnlandi, Ítalíu og Færeyjum.

Vefur Tónlistarskólans í Reykjavík 2013.


Píanókennari og píanóleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 18.07.2015