Þorsteinn Sigurðsson Manberg 05.01.1872-21.01.1917

<p>[Þorsteinn] var einn þeirra fáu manna, sem lét sér mjög ant um starfsemi meðal æskulýðsins, og þá einkum innan Good-Templarreglunnar, sem hann var meðlimur í um mörg ár... </p> <p>Inn í Unglingaráð suðurumdæmisins gekk hann 8. sept. 1913 og lók hann þegar á fyrsta fundinum að vinna að þvi málefni, sem honum var mjög hugleikið að koma í framkvæmd, sem sé þvi, að koma upp lúðrasveit fyrir barnastúkurnar í Rvík, og honum tókst að koma því í framkvæmd með framúrskarandi dugnaði og fórnfýsi, að Unglingaráðið gekst fyrir stofnun lúðrasveitar, keypti hljóðfærin og réði kennara, hr. Hallgr. Þorsteinsson organista; en Þorst. sál. var þá kjörinn umsjónarmaður sveitarinnar og var hann það upp frá því. Petta var mikið í ráðist fyrir Unglingaráðið, algerlega félaust, því hljóðfærin með nótnabókum kostuðu um 500 kr. Er óhætt að fullyrða, að engum þáverandi meðlim Unglingaráðsins hefði verið fært að fá því framgengt öðrum en honum, eins og þá stóðu sakir...</p> <p>Jarðarför [Þorsteins] fór fram miðvikud. 31. jan. að viðstöddu miklu fjölmenni. Að tilhlutun stúknanna »Verðandi« og »Fjölnir«, sem hann var meðlimur í, var hann borinn í G.-T.-húsið og hélt séra Fr. Friðriksson þar ágæla húskveðju. Nálægt 200 börn úr stúkunum í Reykjavík fylgdu honum til grafar í skrúðfylkingu og voru fánar þeirra bornir fyrir þeim.</p> <p>Lúðrasveitin »Svanir« lék sorgarlag meðan hann var borinn í kirkjuna og úr henni.</p> <p>Sj. J. (<a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4643088">Úr minningargrein í Æskunni 1. febrúar 1917, bls. 13</a>.)</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014